Óeirðalögregla gegn snjóboltum.

Þessi færsla átti að birtast strax en gleymdist!!!

Ég var þarna. Ég sá fólkið henda snjóboltum að Alþingishúsinu. Hvað er betur við hæfi fyrir íslendinga en að henda snjóboltum að æðstu stofnun lýðveldisins. Snjórinn brýtur ekkert, meiðir engann. Svo bráðnar hann og skilur enginn ummmerki. Fullkomlega endurnýtanlegur. Ég hló upphátt. Þetta var eitthvað svo fyndið. Svo saklaust!

Ekkert nema örþunnt glerið skildi að almúgan við alþingismenn. Fullkomin nálægð valdhafans við okkur. Þetta var fallegt lýðræði í smáu ríki á hjara veraldar. Reyndar í smá tilvistarkreppu.

Þá ruddist óeirðalögreglan inn í alþingisgarðinn. Gráir fyrir járnum. Brynjaðir í bak og fyrir. Ögrandi í framkomu með tryllingslegt blik í augum. Reiðubúnir til að framkvæma það sem þeir voru þjálfaðir fyrir. Þetta var þeirra stund.

Enginn sakleysislegur úði út í loftið. Piparbunururnar smulli í andlitum fólksins hægri vinstri. Fréttamenn og ljósmyndararar voru sérstök skotmörk birtingarmyndar löggjafarvaldsins. "Allt uppi á borðinu"!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Vilhelmsson

Höfundur

Jón Páll Vilhelmsson
Jón Páll Vilhelmsson

Ljósmyndari.

http://www.ljosmyndastofa.is

http://www.jonpall.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 3-leidir
  • 3-leidir
  • 3x-jardgong-teigskogur
  • 3x-jardgong-teigskogur
  • teigskógur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband