Færsluflokkur: Bílar og akstur

3 stutt jarðgöng í stað Teigskógarleiðar!

Enn er verið að karpa um nýjan veg í gegnum þennan fræga Teigskóg. Stóra spurningin er hvers vegna "besta" leiðin kom aldrei til umræðu. Það er að þvera Þorskafjörð eins og gert er ráð fyrir en leggja 3 stutt jarðgöng í gegn um hálsana þrjá stað þess að fara meðfram sjónum í gegnum ósnortið land í Teigskóg og víðar. Vegstæði yrði nokkurn vegin sama og það er nema farið í gegnum hálsana í stað þess að keyra yfir þá.

Þverun yfir Þorskfjörð c 2-3km.

3.5km göng undir Hjallaháls

1.5km göng undir Ódrúgsháls

1.8 km göng undir Gufudalsháls en þar er ekki vegur.

Samtals eru þetta um 7km af göngum en ættu að kosta minna því eftir því sem göngin eru lengri því lengra er að fara með allt efni ofl. Eftir standa stuttir vegarspottar sem eru orðnir mjög lélegir. Þrætueplið Teigskógur fær að vera í friði og 1 fjörður þveraður í stað 3ja.

Nú kann að vera að vegna Dýrafjarðaganga sem nú hillir undir lokin (opnun) hafi pólitíkin útilokað "Bestu" leiðina. Stefnt er að því að dreifa verkefnum um landið allt.

Ég tel þetta vera bestu framtíðarlausnina. Hún verður líklega dýrust. Þetta er mesta styttingin þó það muni ekki miklu. Minnsti snómokstur, minnsta vegauppbygging og málið leyst.

3x-jardgong-teigskogur

 

Núverandi vegur = 46,3

Teigskógaleið = 24,6 - Stytting: 21,7km

3 stutt göng og þverun = 18,3 Stytting: 25km

Kort á Google maps!

3-leidir

Leiðir vegagerðarinnar.

teigskógur

 

Aðrar greinar:

Bændablaðið

MBL


Um bloggið

Jón Páll Vilhelmsson

Höfundur

Jón Páll Vilhelmsson
Jón Páll Vilhelmsson

Ljósmyndari.

http://www.ljosmyndastofa.is

http://www.jonpall.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 3-leidir
  • 3-leidir
  • 3x-jardgong-teigskogur
  • 3x-jardgong-teigskogur
  • teigskógur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband