3 stutt jarðgöng í stað Teigskógarleiðar!

Enn er verið að karpa um nýjan veg í gegnum þennan fræga Teigskóg. Stóra spurningin er hvers vegna "besta" leiðin kom aldrei til umræðu. Það er að þvera Þorskafjörð eins og gert er ráð fyrir en leggja 3 stutt jarðgöng í gegn um hálsana þrjá stað þess að fara meðfram sjónum í gegnum ósnortið land í Teigskóg og víðar. Vegstæði yrði nokkurn vegin sama og það er nema farið í gegnum hálsana í stað þess að keyra yfir þá.

Þverun yfir Þorskfjörð c 2-3km.

3.5km göng undir Hjallaháls

1.5km göng undir Ódrúgsháls

1.8 km göng undir Gufudalsháls en þar er ekki vegur.

Samtals eru þetta um 7km af göngum en ættu að kosta minna því eftir því sem göngin eru lengri því lengra er að fara með allt efni ofl. Eftir standa stuttir vegarspottar sem eru orðnir mjög lélegir. Þrætueplið Teigskógur fær að vera í friði og 1 fjörður þveraður í stað 3ja.

Nú kann að vera að vegna Dýrafjarðaganga sem nú hillir undir lokin (opnun) hafi pólitíkin útilokað "Bestu" leiðina. Stefnt er að því að dreifa verkefnum um landið allt.

Ég tel þetta vera bestu framtíðarlausnina. Hún verður líklega dýrust. Þetta er mesta styttingin þó það muni ekki miklu. Minnsti snómokstur, minnsta vegauppbygging og málið leyst.

3x-jardgong-teigskogur

 

Núverandi vegur = 46,3

Teigskógaleið = 24,6 - Stytting: 21,7km

3 stutt göng og þverun = 18,3 Stytting: 25km

Kort á Google maps!

3-leidir

Leiðir vegagerðarinnar.

teigskógur

 

Aðrar greinar:

Bændablaðið

MBL


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sammála þér. Á svona svæðum eiga sýnilegu umhverfisáhrifin að vega þungt.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.3.2020 kl. 16:24

2 identicon

Og láta svo eigendur Teigskóa borga aukakostnaðinn, ekki okkur aðra. Allir sáttir.

Örn Johnson (IP-tala skráð) 27.3.2020 kl. 10:41

3 Smámynd: Örn Ingólfsson

Takk fyrir þetta strákar, en eigum við að þurfa að kosta göngin sjálf? Já með vegatollum kannski, en Íslendingar hafa því miður ekki efni á þessum framkvæmdum næstu 70 árin, því allur peningurinn sem átti að vera eyrnamerktur Vegagerðinni síðan 1991 hefur farið í ríkishýtina um það bil 800 milljarðar sem almenningur hefur borgað í ýmis gjöld ( Bifreiðagjöldin aðeins 95 milljarðar sem áttu bara að vera tímabundið eitt ár) en Vegagerðin hefur bara fengið 10% af þessum aurum og ennþá skorið niður og verður svo áfram!Og það væri ágætt fyrir suma þingmenn ( konur ) að ferðast á Suðurfirði Vestfjarða sem margir hafa aldrei kynnst og hafa ekki þurft að aka á holóttum vegum en á meðan er samþykkt sumt kjaftæði og skrifað undir. Og flestallir þingmenn ( konur ) kjördæmisins tala við fólkið og lofa öllu fögru, en þegar á þing er komið þá berjast öngvir fyrir sitt kjördæmi, því það eru öfl í gangi sem vilja ekki að fólkið fái sitt! Fræg skoðun yfirráðherra viss flokks þegar að ein göng komu til umræðu að það ætti bara að flytja allt fólkið í EINA STÓRA BLOKK Í REYKJAVÍK í staðinn fyrir að bora einhver göng! Já kannski fyrir þessa blessuðu rugluðu sál þá og í dag,  þá er Fólkið ennþá þar og kann að lifa á því sem það hefur og ég myndi vilja sjá það fólk sem stóð nærri yfirráðherranum þá og hafa þurft að berjast fyrir sínu í dag því hver dagur telur fyrir þjóðarbúið! Sumir gera sér ekki grein fyrir því að allir Íslendingar standa fyrir Íslandi!

Örn Ingólfsson, 18.4.2020 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Vilhelmsson

Höfundur

Jón Páll Vilhelmsson
Jón Páll Vilhelmsson

Ljósmyndari.

http://www.ljosmyndastofa.is

http://www.jonpall.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 3-leidir
  • 3-leidir
  • 3x-jardgong-teigskogur
  • 3x-jardgong-teigskogur
  • teigskógur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 850

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband