Færsluflokkur: Mannréttindi
30.10.2010 | 21:50
Stjórnlagaþing í hættu!
Það er alveg út úr kú að ég eða 90% annarra íslendinga geti eða nenni að velja milli rúmlega 500 frambærilegra manna og kvenna til að sitja stjórnlagaþing. Það er nógu erfitt að gera upp á milli 4-5 flokka með mis-óljósa stefnuskrá í alþingiskosningum.
Það er hins vegar til einföld lausn á þessu. Þessir einstaklingar sem telja sjálfan sig hæfan til að sitja þingið eru örugglega hæfir til að velja þá 25 sem eiga að semja nýja stjórnarskrá. Það leysir okkur hin undan lýðræðislegri ábyrgð og kemur í veg fyrir að gallar lýðræðisins verða á torg borin. Það eru nefnilega ekki nema nokkrar vikur þangað til það gerist. Þá bætist lýðræðisleg kreppa ofan á stjórnmálakreppu og fjármálakreppu. Lýðræði er alls ekki fullkomið. Það er bara illskáski kosturinn í flókinni tilveru okkar. Eigum við ekki að hlífa lýðræðinu við niðurlægingu. Við höfum það nógu slæmt fyrir.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Páll Vilhelmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar