Þorgerður nú, Sjálfstæðisflokkurinn næst.

Loksins sér Þorgerður sitt rétta sjálf í speglinum þó þokukennt sé. Það dansaði engin jafn fjálglega kringum gullkálfinn og Þorgerður Katrín. Vonandi er afsögn hennar aðeins upphafið á útlosun óhæfra stjórnmálamanna.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki flokkur frjálshyggju og markaðshyggju heldur flokkur spillingar og sérhagsmuna. Hann er fyrst og fremst kapítalískur flokkur. Flokkur fjármagnsins og þar með óvinur þeirra sem vilja frelsi á mörkuðum. Kapítalisminn vill ekki samkeppni. Það er innantómt orðskrúð. Kapítalisminn vill halda í það sem hann hefur og skipta markaðnum milla fárra stórra aðila. Það skýrir að hluta útþenslu ríkisins s.l. tvo ártugi enda geta menn með rétt sambönd og nægt fjármagn beitt ríkisstofnunum sér og sínum hagsmunum í vil á kostnað skattgreiðenda. Þetta snýst einfaldlega um að samneyslan, sem er langstærstur hluti efnahagskerfisins, renni í gegnum vasa fárra útvaldra.

Þar sem Sjálfstæðiflokkurinn hefur brugðist yfirlýstum markmiðum sínu er réttast að leggja flokkinn niður og hleypa nýjum öflum að. Hér vantar stjórnmálafl sem vinnur að hagsmunum markaðarins, verslunar, iðnaðar og framleiðslu án þess að fórna öryggisnetinu.

Í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins varð ríkið að útblásnu skrímsli sem nú leggst af fullum þunga ofan á undirstöðuatvinnugreinar okkar. Best væri að hreinsa sjálfstæðisflokkin svo vel að einungis grunnur Valhallar standi eftir til vitnisburðar um mislukkaða hugmyndafræði.

Það er smá von til þess að þetta hrun verði til þess að þjóðfélagið verði loksins heilt. Fyrst féll kommúnisminn, nú féll kapítalisminn. Þá snýst þetta ekki lengur um hægri eða vinstri heldur eins og manneskjan er þá þurfum við á báðum helmingum að halda til að vera heil. Það þíðir að vinstri og hægri helmingar þurfa að vinna saman sem ein heild. Það ætti að vera lexia til handa stjórnmálamönnum framtíðarinnar.

Þetta skrifar maður sem trúir á frelsi einstaklingis til athafna en vill líka vera þátttakandi í samneyslu og samfélagi manna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Vilhelmsson

Höfundur

Jón Páll Vilhelmsson
Jón Páll Vilhelmsson

Ljósmyndari.

http://www.jonpall.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 3-leidir
  • 3-leidir
  • 3x-jardgong-teigskogur
  • 3x-jardgong-teigskogur
  • teigskógur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband