Eru álver í eigu Íslendinga raunhæfur möguleiki!

Sú spurning hefur leitað á hug minn hvort að það sé virkilega besta lausnin að erlend stórfyrirtæki eigi öll álverin á Íslandi. Er það nóg að við hirðum brauðmolana sem falla til af þessum stóru framkvæmdum? Er það besta lausnin að erlend verktakafyrirtæki og erlendir verkamenn fái tekjurnar af framkvæmdinni. Er það besta lausnin að erlend stórfyrirtæki hirði ágóðann?

Hefur Kárahnjúkaframkvæmdin og álver í Reyðarfirði verið gert upp? Það sem væri skoðunar vert væri að bera saman þessa stærstu framkvæmd íslandsögunnar og sömu framkvæmd á öðrum forsendum, þ.e. ef hún væri framkvæmd og í eigu íslendinga.

Hvað ef virkjunarframkvæmdin hafi verið boðin út og framkvæmd af íslendingum með lögheimili á Íslandi og íslenskum fyrirtækjum að langmestu leiti. Hverju hefði það skilað til Íslands og íslendinga? Einnig sú reynsla sem við hefðum aflað okkur og gætum boðið út á erlendum vettvangi. Mér sýnist að fjárfestingin hafi að mestu leiti runnið út úr landi.

Hvað ef álverið í Reyðarfirði væri í eigu íslenska ríkisins ásamt öðrum fjárfestum innlendum sem erlendum. Hverju myndi það skila í tekjum til íslands.

Ég skil ekki hvers vegna það er hagkvæmt fyrir erlenda frjárfesta að fara í stórar framkvæmdir hér á Íslandi en það er ekki hagkvæmt fyrir innlenda fjárfesta.

Landvirkjun er tilbúin að fara í 100 milljarða fjárfestingu fyrir takmarkaðan ROI. Var ekki fjárfestingin í Álverinu sjálfu eitthvað svipað. Ég myndi halda að hin raunverulega ROI sé í álverunum sjálfum.

Af hverju eru álverin ekki í eigu íslendinga? Ef það á á annað borð að setja upp álver á Bakka og í Helguvík er ekki komin tími til að við sitjum sjálf við stjórnvölinn. Ég er ekki að taka afstöðu með eða á móti álverum. Eingöngu að spyrja hvort við séum að fá eins mikið út úr innlendri orku og þessum stóru framkvæmdum og mögulegt er.

Það er kannski auðveldara að spyrja en svara þessum spurningum! Svör óskast!!!

Bendi hér á góða grein Indriða: http://inhauth.blog.is/blog/inhauth/entry/792595/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Vilhelmsson

Höfundur

Jón Páll Vilhelmsson
Jón Páll Vilhelmsson

Ljósmyndari.

http://www.jonpall.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 3-leidir
  • 3-leidir
  • 3x-jardgong-teigskogur
  • 3x-jardgong-teigskogur
  • teigskógur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband