26.11.2008 | 22:59
Rangfærsla í frumvarpi um rannsóknarnefnd!
Það er grundvallar-rangfærsla í frumvarpinu um rannsóknarnefndina.
"1. Varpa sem skýrustu ljósi á aðdraganda og orsakir þess vanda íslenska bankakerfisins sem varð Alþingi tilefni til að setja lög nr. 125/2008, um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl. "
Í setningunni er gert ráð fyrir að sú aðgerð alþingis að setja neyðarlög á bankana hafi verið réttmæt til að byrja með!Hvað ef sú aðgerð varð þess valdandi að bankakerfið hrundi? Ég er ekki að leggja mat það hvort það hafi verið rétt eða rangt en ef það á að rannsaka málið verður líka að rannsaka þátt ríkisstjórnarinnar í málinu.
Það eru augljósir annmarkar á því þegar "valdið" rannsakar hvað fór úrskeiðis með "valdið". Þeim mun athyglisverðari var tillaga Gunnars Sigurðssonar á fundinum í Háskólabíó um áheyrnarfulltrúa þjóðarinnar í rannsóknarnefndum. Tillögunni var umsvifalaust hafnað af ríkissstjórninni en svo skipar hún pólitískt valda menn til að stjórna rannsókninni og leggur til frumvarp þar sem stendur skýrt og skorinort að utanaðkomandi áhrif hafi valdið mesta skaðanum.
Að auki er rætt um friðhelgi þeirra sem láta nefndinni upplýsingar í té. Er ekki verið að hvítþvo þá sem voru valdir að íslenska hluta kreppunnar? Væri ekki nær að orða þetta þannig að ákæruvaldið tæki tillit til gagnsemi upplýsinganna ef viðkomandi yrði uppvís að saknæmu athæfi!
Tilvitnun frá www.visi.is "Þá er gert ráð fyrir því að sá sem láti einhver nefndinni í té upplýsingar gegn því að hann verði ekki ákærður er nefndinni heimilt að óska eftir því við ríkissaksóknara að hann ákveði að viðkomandi sæti ekki ákæru."
Er skrítið að almenningur eigi í "pínulitlum" erfiðleikum með að treysta ríkisstjórninni?
Jón Páll Vilhelmsson - ljósmyndari
Rannsóknarfrumvarpi dreift | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Páll Vilhelmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.