Þjóðstjórn nú þegar og kosningar í vor.

Það er ljóst að staða ríkisstjórnarinnar er afar veik um þessar mundir. Við erum komin í úlfakreppu og engir góðir kostir í stöðunni. EKKI er hægt að treysta núverandi ríkisstjórn til að koma okkur út úr vandanum. EKKI er tímabært að kjósa núna. EKKI er víst að hægt verði að mynda nýja ríkisstjórn án kosninga. EKKI er hægt að treysta þeim sem nú sitja á þingi þar sem óljós hluti alþingismanna tengjast spillingaröflunum á einn eða annan hátt. EKKI er ásættanlegt að ákvarðanir séu teknar í bakherbergjum án vitundar þingheims. Það eru ekkert nema vondir kostir í stöðunni og alveg útilokað að argaþras og úlfúð geri nokkurt gang.

Ég legg til að komið verði á Þjóðstjórn með aðkomu allra þingflokka að ríkisstjórn. Þar með yrði starfsfriður tryggður næsta misserið. Umræðan yrði uppi á yfirborðinu. Ekki yrði barist á banaspjótum á meðan. Ríkisstjórnin fengi starfsfrið og þingheimur stæði þétt við bak hennar. Síðan er hægt að kjósa þegar um hægist í vor.

Þegar Geir bað guð að blessa þjóðina þá gat ekki nokkur maður gert sér í hugalund hvað væri um það bil að fara að gerast nema þeir sem starfa í innsta hring ríkisvaldsins. Davið kom snemma með hugmynd að Þjóðstjórn enda hefur hann aðgang að upplýsingum sem útlista hvað er í raun og veru að gerast. Þrátt fyrir þann ókost að Þjóðstjórnarhugmyndin komi fyrst frá Davíði Oddsyni þá má ekki útiloka þann kost út frá því einu saman. Nú þegar heimskreppa er orðin að staðreynd og þjóðargjaldþrot blasir við þá verða allir að vinna saman að leið út úr vandanum. Ástandið sem við erum nú að fara í er hafið yfir flokkadrætti og pólitíska skollaleiki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Vilhelmsson

Höfundur

Jón Páll Vilhelmsson
Jón Páll Vilhelmsson

Ljósmyndari.

http://www.ljosmyndastofa.is

http://www.jonpall.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 3-leidir
  • 3-leidir
  • 3x-jardgong-teigskogur
  • 3x-jardgong-teigskogur
  • teigskógur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband