Hestur með horn og hala!

Það er stór galli við kosningakerfið að það er eitt atkvæði per kjósanda. Þetta gengur upp þegar kjósa skal flokka en þegar maður ætlar að kjósa einstaklinga þá þarf maður að geta raðað upp einhvers konar óskastjórn. Það þýðir fleiri atkvæði. Nú er það spurning hvort skrýlnum sé treystandi til þess! (Ætli meðal alþingismaður í dag nái upp í menntun og reynslu meðal Íslendings!!!)

Einnig er augljós ókostur við núverandi fyrirkomulag að við erum að kjósa löggjafarsamkundu en við kjósendur höfum nákvæmlega EKKERT að segja um það hver stjórnar landinu. Jafnvel flokkar sem tapa miklu í kosningum geta orðið forkólfar við myndun nýrrar ríkisstjórnar.

Það sagði eitt sinn við mig maður um það leiti sem kosningar fóru fram og ég var eitthvað að velta því fyrir mér hvern ég ætti að kjósa.

"Heldur þú; að við myndum fá að kjósa ef kosningarnar myndu raunverulega skipta einhverju máli?"

Það eru mörg ár síðan það rann upp fyrir mér að þetta lýðræði sem við búum við er álíka úrkynjað og hestur með horn og hala. Ég skilaði auðu þá og hef skilað auðu síðan.

Jón Páll Vilhelmsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Vilhelmsson

Höfundur

Jón Páll Vilhelmsson
Jón Páll Vilhelmsson

Ljósmyndari.

http://www.jonpall.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 3-leidir
  • 3-leidir
  • 3x-jardgong-teigskogur
  • 3x-jardgong-teigskogur
  • teigskógur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband