23.1.2009 | 11:16
Hér er lausnin á vanda Tónlistarútgefenda.
Setjið tónlistina á Vínilplötur. Vínilplötur er hringlaga svartir diskar með rákum sem tónlistinni er grafið í. Þeir eru mun stærri en geisladiskar og þar með er auðveldara að meðhöndla diskana. Svo er meira pláss fyrir myndir og grafík á plötuumslaginu.
Það þarf sérstakan spilara til að spila plötuna. Þeð er gert með nál sem les "hliðrænt, e. analog" merkið í rákunum og síðan flutt í magnara. Hægt er að tengja þetta tæki við öll venjulega hljómtæki.
Ekki er hægt að afrita vínilplöturnar beint en ef það er vilji til þá er alltaf hægt að finna leið. Vinsælt er að nota svo nefndar kasettur til að taka upp efni á plötunni en það er alveg jafn ólöglegt og að niðurhala stafrænu efni.
Þetta er alveg snilldaruppfinning sem hægt er nálgast í efstu hillum í bílskúrum og uppi á lofti hjá pabba og mömmu og afa og ömmu.
Uppgjöf tónlistarbransans? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Páll Vilhelmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Menn héldu nú á sínum tíma að kassettan myndi ganga af tónlistarbransanum dauðum, alveg eins og með internetið nú. En það varð þó ekki......
Arnór Barkarson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 11:49
Það er hið minnsta mál að færa vinylplötur yfir í stafrænt form svo að þetta er nú enginn töfralausn
http://www.acoustica.com/spinitagain/index.htm
Sjóli (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 11:57
Lausnin á þessum vanda þarf ekki að vera róttæk, né spillandi fyrir hvorki neitendur né útgefendur.
Það er löngu ljóst að dreyfing á tónlist milli notenda skilar sér í sölu, sama hvað þá er það auglýsing fyrir viðkomandi tónlistarmann. Það má berjast fyrir þessu næstu áratugina, en það er hálf bjánalegt þar sem þetta skilar alls engu og er alltaf rafrænt, svo ekki sé talað um hversu neikvæð áhrif þetta hefur.
Lausnin á þessu er að byggja markaðinn í kring um hin rafræna heim, í stað þess að berjast á móti nýjum leiðum notenda. Til dæmis gerðu framleiðendur South Park stórt stökk með því að bjóða upp á alla þættina án endurgjalds á vef sínum með 3-4 auglýsingum á milli þátta. Ég sé ekki afhverju það er ekki hægt að gera slíkt hið sama með tónlist, byggja auglýsingakerfi upp fyrir tónlistarmenn þar sem þeir geta boðið upp á tónlist sýna án endurgjalds þar sem notendur sjá auglýsingaborða og annað eins, byggja þannig upp kerfi í hverju landi til þess að koma á móts við bæði notendur og tónlistarmenn.
Auðvitað á ekki að stoppa sölu, það er til góður millivegur, en tónlistarmenn/útgefendur verða sjálfir að hugsa lengra. Auglýsingar snúast jú um þann fjölda þeirra sem fara inn á viðkomandi vef, þar af leiðandi er það gegnsætt mál að þær sveitir sem eru að skila notendum góðum tónum skila hærri hagnaði af auglýsingunum.
Þetta er ekki endilega svarið við þessu, en þó skref þar sem tónlistarmenn eru ekki "hræddir" við að deila tónlistinni út án þess að hugsa á gamla mátann.
Agust Gudbjornsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 12:52
Sænskt hugvit klikkar ekki --> http://www.spotify.com
Ef þú ákveður að nýta þér frían aðgang þá heyrirðu auglýsingu eftir ca. 5. hvert lag.
Gustav (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 17:33
Þetta er bara þvæla! Eina lausnin sem er í dæminu er að þeir sem gefa út efni lækki verðið á þessu niður í mannsæmandi tölu þannig að fólk hafi í raun efni á að fá sér þetta! Hvaða vit er í því ef maður ætlar að fá sér t.d. CD sem kostar 2.500 krónur þegar hægt er að nálgast hann á 0 kr á netinu?? Tölvuleikur sem kostar 6-8 þúsund en er frír á netinu? Ef græðginni yrði skellt til hliðar og eðlilegur verðmiði yrði settur á vörur myndi þetta jafnvel minnka; allavega aukast salan á hlutum!
eikifr (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 03:20
tek undir með félaga eikafr.. ef þetta væri á sanngjörnu verði þá mundi ég kaupa cd tónlist dvd myndir og tölvuleiki í miklum mæli.
Sanngjarnt verð í mínum huga er 1000-1500 kr fyrir cd disk , þetta mundi opna fyrir það að ég mundi kaupa amk 4 diska í mánuði.
DVD á svipuðu verði fyrir bíomyndir og ég mundi kannski kaupa eina eða tvær á mánuði..
Tölvuleikur í 3000 kall og ég mundi fá mér af og til nýja leiki.
Í dag kaupi ég enga tónlist, enga dvd og einungis þá tölvuleiki sem ég ætla að spila á netinu sem eru kannski 2-3 á ári.
Þetta er auðvelt reikningsdæmi fyrir mig.. 72.000 kr á ári í tónlist ef verð væri lækkað.. óbreytt verð 0 kr á ári. 15000-18000 kr. í DVD, í dag er það 0 kr.
Óskar Þorkelsson, 26.1.2009 kl. 08:43
eikifr, rólegur, tölvuleikur á 6-8 þús.
prófaðu svona 10-12 þúsund þá ertu kominn í raunhæfatölu
andri (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 15:10
andri ertu ekki að rugla saman leikjatölvuleikjum við pc leiki ? ég hef aldrei keypt pc leik sem kostar meira en 6000 kall.
Óskar Þorkelsson, 26.1.2009 kl. 15:58
Nei, biðst afsökunnar. Ég er í Englandi og með verðið allt í pundum Á samt von á að verðið fari að flökkta upp á við eftir að kreppan leit við hér. Eins og Skari segir að þá er það gefið mál að ef mynd er seld á svona 1,000 til 1,500 krónur (nýjar myndir) er það klárt mál að þetta myndi fljúga út eins og sólarpönnukökur! Það er alltaf $$$$$$ í augunum á öllum sem gegnumsteikir allt og alla í dag. Afhverju ekki að koma frekar út með hlutina á hagstæðara verði (ef hægt er!!) en að okra á öllu?
eikifr (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 17:31
Bara til þess að kasta nýju efni í gamla umræðu þá langar mig að benda á Monty Python.
Fyrir 3 mánuðum síðan fóru þeir að gefa af sínu efni á youtbe, fengu eigin rás þar og allt og auðvitað linka á amazon.
Í þessari viku var amazon að gefa það út að sala á efni Monty Python hefði aukist all verulega á þessum 3 mánuðum.
Aukning sölu á Monty Python hefur aukist um 23000% (Tuttugu og þrjú þúsund prósent)
Hvað segir það ykkur?
http://www.slashfilm.com/2009/01/23/free-monty-python-videos-on-youtube-lead-to-23000-dvd-sale-increase/
Sleepless, 26.1.2009 kl. 19:33
Svo duga gömlu góðu plöturnar miklu betur en geisladiskarnir...
Skafti Elíasson, 27.1.2009 kl. 21:25
Þetta var nú bara sent inn sem grín þegar róaðist í pólitískri umræðu.
Samt frábær viðbrögð... hahahahahhah
Jón Páll Vilhelmsson, 2.2.2009 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.